Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun og stöðu almannatrygginga - eftirfylgni

(2403033)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.03.2024 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun og stöðu almannatrygginga - eftirfylgni
Nefndin samþykkti að ljúka málinu með eftirfarandi bókun:

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til sín gesti frá Ríkisendurskoðun. Í skýrslunni er að finna niðurstöður eftirfylgni stofnunarinnar með skýrslu frá 2020.

Í skýrslunni kemur fram að brugðist hafi verið við þremur úrbótatillögum af sjö. Enn eigi þó eftir að ljúka heildarendurskoðun laga um almannatryggingar, auka þarf hlutfall viðskiptavina sem fá réttar greiðslur, ljúka þarf heildarstefnumótun í lífeyrismálum auk þess sem fyrirkomulag þess efnis að rekin séu umboð fyrir Tryggingastofnun hjá sýslumannsembættum landsins hefur ekki verið endurskoðað.

Að mati nefndarinnar er mikilvægt að unnið sé markvisst að því að bregðast við þeim úrbótatillögum sem Ríkisendurskoðun leggur fram. Fram hefur komið að unnið hafi verið að þeim sem eftir standa en sú vinna hefur gengið hægt. Þó má benda á að drög að frumvarpi félags- og tryggingamálaráðherra um heildarendurskoðun laga um almannatryggingar hefur verið kynnt í samráðsgátt. Nefndin beinir því til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Tryggingastofnunar ríkisins að gera gangskör að því að bregðast við tillögum Ríkisendurskoðunar.